Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
banner
   fim 20. nóvember 2025 22:24
Brynjar Ingi Erluson
Benoný í tapliði annan leikinn í röð
Mynd: Stockport County
Benoný Breki Andrésson og félagar hans í Stockport County töpuðu annan deildarleikinn í röð er liðið lá fyrir Peterborough, 3-0, í ensku C-deildinni í kvöld.

Framherjinn var ekki með í síðasta leik en kom inn í byrjunarliðið í kvöld.

Hann spilaði fyrri hálfleikinn er Stockport tapaði öðrum deildarleiknum í röð eftir annars frábæra byrjun á tímabilinu.

Kyrell Lisbie skoraði eitt af mörkum Peterborough. Hann er sonur Jamaíkumannsins Kevin Lisbie sem gerði garðinn frægan með Charlton Athletic í byrjun aldarinnar.

Stockport er þrátt fyrir tapið í öðru sæti deildarinnar með 28 stig, jafnmörg og Lincoln sem er á toppnum með betri markatölu.
Athugasemdir
banner
banner
banner