Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
   mið 19. nóvember 2025 13:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: ÍBV 
ÍBV fær leikmann frá KÍ Klaksvík (Staðfest)
Mynd: ÍBV
ÍBV tilkynnti rétt í þessu að Færeyingurinn Ari í Haraldsstovu Petersen, væri genginn í raðir félagsins á lánssamningi frá KÍ Klaksvík.

Ari Petersen er 22 ára markvörður sem lék alla leiki færeyska U21 landsliðsins í síðustu undankeppni fyrir EM.

Á þessu tímabili lék hann með 07 Vestur í færeysku úrvalsdeildinni, lék alla leiki liðsins og var fyrirliði liðsins. Hann kemur til ÍBV sem vantaði markmann í samkeppni við Marcel Zapytowski eftir að Hjörvar Daði Arnarsson ákvað að vera ekki áfram í Eyjum.

„Ari kemur inn eftir að Hjörvar yfirgaf félagið í haust, hans hlutverk er að berjast við Marcel um markmannsstöðuna. Ari er mjög góður á boltanum og þá er hann sterkur maður gegn manni. Hann var fyrirliði 07 Vestur í ár þannig að við teljum að við séum að fá mjög sterkan persónuleika," segir þjálfarinn Þorlákur Árnason.

Athugasemdir
banner
banner