Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
   mið 19. nóvember 2025 17:00
Elvar Geir Magnússon
Lykilmaður Real Madrid meiddist í landsliðsverkefni
Eder Militao.
Eder Militao.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eder Militao, sem hefur verið besti varnarmaður Real Madrid á tímabilinu, verður ekki með spænska stórliðinu í næstu leikjum þar sem hann meiddist í læri í leik með brasilíska landsliðinu.

Hann fór þjáður af velli í 1-1 jafntefli gegn Túnis og spænskir fjölmiðlar telja að hann verði frá í að minnsta kosti tvær vikur.

Real Madrid hefur staðfest meiðslin en ekki gefið út tímaramma. Það er þó fastlega búist við því að hann missi af leikjum gegn Elche, Olympiakos, Girona og Athletic Bilbao.

Militao hefur verið öflugur í hjarta varnarinnar hjá Real Madrid í upphafi tímabils og oftast verið með Dean Huijsen í miðvarðaparinu.
Athugasemdir
banner
banner