Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
   fim 20. nóvember 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Daniel Kristensen áfram með KF (Staðfest) - Þrír framlengja
Daniel Kristiansen
Daniel Kristiansen
Mynd: KF - Guðný Ágústsdóttir
Daniel Kristiansen verður áfram þjálfari KF á næstu leiktíð en félagið staðfesti það í gær.

Hann kom fyrst til KF frá Danmörku árið 2022. Hann hefur spilað 72 leiki fyrir liðið.

Hann var spilandi þjálfari liðsins á síðustu leiktíð í 3. deild þar sem liðið hafnaði í 10. sæti aðeins þremur stigum frá fallsæti. Hann kom við sögu í 18 leikjum. Hann hefur hins vegar ákveðið að leggja skóna á hilluna og einbeita sér að þjálfuninni.

Þá skrifuðu markvöðurinn Chad Henry Smith, Marinó Snær Birgisson og Jakob Auðun Sindrason undir nýja samninga. Marinó skrifaði undir tveggja ára samning en Smith og Jakob skrifuðu undir eins árs samning.


Athugasemdir
banner
banner