Man Utd og Liverpool vilja Anderson - Arsenal gæti gert óvænt tilboð í McTominay - Trafford orðaður við Wolves og Newcastle
   fös 21. nóvember 2025 09:35
Elvar Geir Magnússon
Birmingham ætlar að reisa ótrúlegan leikvang
Svona á leikvangurinn að líta út.
Svona á leikvangurinn að líta út.
Mynd: Birmingham City
Í gær afhjúpaði Birmingham City hvernig nýr 62 þúsund manna leikvangur félagsins á að líta út. Leikvangurinn mun gjöbreyta ásýnd borgarinnar.

Leikvangurinn er hannaður af virðingu við sögu Birmingham og munu tólf risastórir reykháfar umkringja hann. Efst í einum turninum verður bar með svakalegu útsýni.

Á leikvangnum geta ýmsir íþróttaviðburðir farið fram og einnig risatónleikar og stórir viðburðir. Á honum verður færanlegt þak og heimili félagsins gjörbreytist frá St Andrew's vellinum sem er barn síns tíma.

Willum Þór Willumsson og Alfons Sampsted eru hjá Birmingham en liðið er um miðja Championship-deildina. Eigendahópur félagsins, sem meðal annars inniheldur Tom Brady, er með mikinn metnað og setja stefnuna á að leikvangurinn verði klár eftir fimm ár.

Það er óhætt að mæla með kynningarmyndbandinu hér að neðan en þar koma meðal annars fram Jude Bellingham og Arthur Shelby úr Peaky Blinders.



Athugasemdir
banner