Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
   mið 19. nóvember 2025 22:52
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Saka nálægt því að skrifa undir nýjan samning
Mynd: EPA
Bukayo Saka er nálægt því að skrifa undir nýjan samning við Arsenal. Franski miðillinn RMC Sport greinir frá þessu.

Enski vængmaðurinn hefur skorað þrjú mörk í sex leikjum í úrvalsdeildinni á þessari leiktíð. Núgildandi samningur hans rennur út eftir tvö ár.

RMC greinir frá því að báðir aðilar séu bjartsýnir á að ná samkomulagi um framlenginu til ársins 2030.

Andrea Berta, íþróttastjóri Arsenal, hefur þegar náð samkomulagi við William Saliba og Gabriel um framlengingu á samningi miðvarðana.
Athugasemdir
banner
banner