Fortuna Hjörring 2 - 4 Breiðablik
1-0 Nikoline Nielsen ('32 )
2-0 Joy Omewa Ogochukwu ('47 )
2-1 Heiðdís Lillýardóttir ('49 )
2-2 Samantha Rose Smith ('65 )
2-3 Samantha Rose Smith ('90 )
2-4 Edith Kristín Kristjánsdóttir ('107 )
Lestu um leikinn
1-0 Nikoline Nielsen ('32 )
2-0 Joy Omewa Ogochukwu ('47 )
2-1 Heiðdís Lillýardóttir ('49 )
2-2 Samantha Rose Smith ('65 )
2-3 Samantha Rose Smith ('90 )
2-4 Edith Kristín Kristjánsdóttir ('107 )
Lestu um leikinn
Breiðablik heimsótti danska liðið Fortuna Hjörring í seinni leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópubikarsins í kvöld. Fyrri leiknum lauk með 1-0 sigri danska liðsins á Kópavogsvelli.
Birta Georgsdóttir og Samantha Smith fengu tvö færi eftir tuttugu mínútna leik en boltinn framhjá í bæði skiptin.
Heimakonur náðu forystunni þegar Nikoline Nielsen náði boltanum af Herdísi Höllu og skoraði í opið markið. Þær náðu tveggja marka forystu strax í upphafi seinni hálfleiks þegar Joy Omewa Ogochukwu kom boltanum í netið.
Breiðablk minnkaði muninn strax í kjölfarið þegar Heiðdís Lillýardóttir skoraði með föstu skoti. Samantha jafnaði síðan metin þegar hún skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Karítas Tómasdóttur.
Það var ótrúleg dramatík í lokin því Samantha kom Breiðabliki yfir þegar hún skaut í varnarmann og boltinn lak í netið. Framlengja þurfti því leikinn.
Snemma í seinni hálfleik framlengingarinnar skoraði Edith Kristín Kristjánsdóttir og kom Breiðabliki yfir í einvíginu. Það reyndist sigurmarkið og Breiðablik er komið áfram í 8-liða úrslitin.
Athugasemdir



