Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
banner
   fim 20. nóvember 2025 19:50
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeild kvenna: Amanda fjarri góðu gamni í þungu tapi Twente
Kvenaboltinn
Atlético var ekki í vandræðum með Twente
Atlético var ekki í vandræðum með Twente
Mynd: EPA
Twente 0 - 4 Atlético Madríd
0-1 Amaiur Sarriegi ('29 )
0-2 Júlía Bartel ('41 )
0-3 Synne Jensen ('67 )
0-4 Flamma Benítez ('85 )

Hollensku deildar- og bikarmeistarar Twente töpuðu fyrir Atlético Madríd, 4-0, í 4. umferð í deildarkeppni Meistaradeildar kvenna í kvöld.

Íslenska landsliðskonan Amanda Andradóttir er á mála hjá Twente og hafði komið við sögu í einum Meistaradeildarleik á tímabilinu, en hún var fjarri góðu gamni í leiknum gegn Atlético.

Amaiur Sarriegi kom Atlético á bragðið á 29. mínútu en miðjumaður Twente átti slaka sendingu til baka. Atlético-konur spiluðu skemmtilega sín á milli áður en Sarriegi skoraði með þéttingsföstu skoti meðfram grasinu og undir markvörð Twente.

Júlía Bartel tvöfaldaði forystuna með stórkostlegu skoti fyrir utan teig. Atlético átti hornspyrnu sem datt út fyrir teiginn og á Bartel sem stýrði boltanum í samskeytin vinstra megin.

Twente-konur gerðu önnur mistök í þriðja markinu. Varnarmaðurinn tapaði boltanum sem barst síðan á Synne Jensen rétt fyrir utan teiginn sem skoraði með frábæru skoti í slá og inn.

Þetta voru ekki síðustu mistök heimaliðsins. Flamma Benítez gerði endanlega út um leikinn á 85. mínútu. Aftur var boltanum tapað, Atlético keyrði fram í hraða skyndisókn. Lieske Carleer bjargaði á línu, en þaðan fór boltinn út á Benítez sem gat ekki annað en skorað úr frákastinu.

Sanngjarn og öruggur sigur Atlético sem er í 8. sæti með 6 stig en Twente með 2 stig í 14. sæti.
Athugasemdir
banner
banner