Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
banner
   fös 21. nóvember 2025 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Liverpool ætlar að kaupa miðvörð og kantmann
Mynd: EPA
Fenway Sports Group, eigandi Liverpool á Englandi, er reiðubúið að opna veskið aftur á næsta ári til að fjárfesta í leikmönnum í tvær stöður. Ben Jacobs hjá GiveMeSport segir frá.

Liverpool eyddi tæpum 500 milljónum punda í sumarglugganum og mun halda áfram að styrkja hópinn í næstu gluggum.

Alexander Isak, Jeremie Frimpong, Milos Kerkez, Hugo Ekitike, Florian Wirtz og Giovanni Leoni voru allir keyptir, en félagið náði minnka kostnaðinn aðeins með sölum.

Samkvæmt Jacobs er Liverpool ekki hætt á markaðnum, en hann segir að það sé í forgangi hjá félaginu að kaupa hægri vængmann og miðvörð.

Antoine Semenyo, leikmaður Bournemouth, er talinn efstur á óskalista Liverpool varði kantstöðuna og þá sé Marc Guehi, fyrirliði Crystal Palace, helsta skotmarkið í miðvörðinn.

Semenyo, sem hefur verið að gera frábæra hluti með Bournemouth, er með 65 milljóna punda kaupákvæði í samningi sínum í janúar, en gæti verið falur fyrir um það bil 50 milljónir eftir tímabilið.

Guehi verður samningslaus næsta sumar og gæti því komið frítt, en Liverpool gæti einnig reynt að sannfæra Palace um að selja hann ódýrt í janúarglugganum.

Liverpool var nálægt því að kaupa hann á lokadegi sumargluggans en Palace hætti við að selja á síðustu stundu, aðeins nokkrum tímum eftir að hafa samþykkt kauptilboð 40 milljóna punda kauptilboð Liverpool.
Athugasemdir
banner