Marokkómaðurinn Chadi Riad, sem er á mála hjá Crystal Palace, er að snúa aftur eftir löng og erfið meiðsli, en það gæti farið svo að hann verði lánaður út í janúarglugganum.
Riad, sem er 22 ára gamall, kom til Palace frá Real Betis árið 2024, en aðeins spilað þrjá leiki vegna hnémeiðsla.
Hann hefur ekki spilað úrvalsdeildarleik síðan í ágúst á síðasta ári, en hann er nú að snúa aftur.
Samkvæmt Sky Sports er Riad að klára endurhæfingu, en félagið er að íhuga að senda hann út á láni í janúar til að koma honum í leikform.
Riad á 3 A-landsleiki með Marokkó og skoraði eitt mark, en hann setur stefnuna á að fara með þjóðinni á HM á næsta ári.
Athugasemdir



