Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
   fim 20. nóvember 2025 21:30
Brynjar Ingi Erluson
Man Utd skoðar það að taka tvo leikmenn inn í hópinn á næsta tímabili
Mynd: EPA
Man Utd er að íhuga að bæta Harry Amass og Radek Vitek við hópinn á næsta tímabili.

Hinn 18 ára gamli Amass er á láni hjá enska B-deildarliðinu Sheffield Wednesday þar sem hann hefur spilað ellefu leiki.

Hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir Wednesday gegn Southampton í næstu viku, en ekki stendur til að kalla hann til baka í janúarglugganum.

Tékkneski markvörðurinn Vitek, sem er 22 ára gamall, var lánaður til Bristol City í sumar eftir að Max O'Leary meiddist. Hann hefur haldið fimm sinnum hreinu í fimmtán leikjum og haldið O'Leary úr liðinu síðan sá síðarnefndi sneri aftur úr meiðslum.

„Ég myndi elska það að spila með Manchester United einn daginn, en ég er raunsær og veit að vegferð mín getur leitt mig eitthvað annað,“ sagði Vitek á dögunum.

Man Utd ætlar að leyfa honum að vera áfram hjá Bristol út leiktíðina en Sun segir að félagið sé reiðubúið að taka þá inn í hópinn fyrir næsta tímabil.

Amass á 7 leiki með aðalliði United en Vitek hefur ekki enn spilað leik fyrir aðalliðið en þó verið í hóp í nokkrum leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner