Skotland tryggði sér sæti á HM á næsta ári eftir frábæran sigur gegn Danmörku í gær.
Þetta var tilfinningaþrungin stund fyrir Lewis Ferguson, leikmann Bologna, en hann var smá svekktur að hafa misst af þriggja ára afmælisdegi dóttur sinnar.
Þetta var tilfinningaþrungin stund fyrir Lewis Ferguson, leikmann Bologna, en hann var smá svekktur að hafa misst af þriggja ára afmælisdegi dóttur sinnar.
„Ég var smá svekktur að ég fékk ekki að eyða deginum með henni. En það var allt þess virði að lokum að vera þarna og sjá hana í lokin og eyða smá tíma með henni. Ég var bara svo glaður og svo stoltur," sagði Ferguson.
„Þessi afmælisdagur verður líklega minnst það sem eftir er ævi hennar, bara svo sérstakt tilefni. Þetta átti líklega að vera svona."
„Fjölskyldan er svo stór partur af þessu og þú vilt gera fjölskylduna stolta. Þau eru með þér í gegnum súrt og sætt, sama hvað. Ég var svo ánægður að sjá þau í lokin og er viss um að þau munu hafa gaman á næsta ári," sagði Ferguson að lokum.
Athugasemdir


