Antony hefur fundið gleðina á ný inn á vellinum í búningi Real Betis eftir erfiða tíma hjá Man Utd.
Þessi 25 ára Brasilíumaður gekk til liðs við Man Utd frá Ajax fyrir um 85 milljónir punda árið 2022 en átti mjög erfitt uppdráttar. Hann fór til Betis á láni í janúar en félagið keypti hann í sumar. Hann hefur skorað 15 mörk og lagt upp sjö í 37 leikjum fyrir liðið.
Marc Bartra, liðsfélagi hans hjá Betis, sagði að hann væri blanda af Neymar og Cristiano Ronaldo.
Þessi 25 ára Brasilíumaður gekk til liðs við Man Utd frá Ajax fyrir um 85 milljónir punda árið 2022 en átti mjög erfitt uppdráttar. Hann fór til Betis á láni í janúar en félagið keypti hann í sumar. Hann hefur skorað 15 mörk og lagt upp sjö í 37 leikjum fyrir liðið.
Marc Bartra, liðsfélagi hans hjá Betis, sagði að hann væri blanda af Neymar og Cristiano Ronaldo.
„Þessi fótbolti hentar honum mjög vel, þess vegna sjáum við hinn eina sanna Antony aftur, jafn vel bættan Antony. Ég sá hugarfarið hans um leið og ég ræddi viðhann, hann er með gæði og brasilíska hæfileika," sagði Bartra.
„Ég segi alltaf að hann er blanda af Neymar og Cristiano Ronaldo. Hann er með sama hugarfar og Cristiano, vill alltaf meira og einbeitir sér af leiknum."
Athugasemdir



