Gísli Eyjólfsson er mættur á Akranes en hann samdi við ÍA til næstu þriggja ára í síðasta mánuði.
ÍA bauð hann velkominn á Skagann í kvöld með myndbandi þar sem hann gengur út úr vörubíl í gulu treyjunni.
Gísli er 31 árs og er kominn til ÍA á frjálsri sölu frá sænska úrvalsdeildarfélaginu Halmstad FK. Hann hefur leikið 159 leiki í efstu deild á Íslandi og skorað í þeim 31 mark, auk þess sem hann hefur spilað 30 Evrópuleiki og 4 A-landsleiki fyrir Ísland.
Gísli var lykilmaður í Íslandsmeistaraliði Breiðabliks árið 2022 og hefur síðan þá leikið sem atvinnumaður í Svíþjóð.
ÍA átti erfitt uppdráttar í Bestu deildinni síðasta sumar en náði að halda sæti sínu að lokum.
Athugasemdir



