Crystal Palace lítur á Liverpool sem eina raunhæfa félagið fyrir Marc Guehi, Manchester United og Inter berjast um Karim Adeyemi og Ivan Toney er tilbúinn að taka á sig mikla launalækkun til að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina. Þetta og fleira er í slúðurpakka dagsins. BBC tekur saman það helsta og er samantektin í boði Powerade.
Crystal Palace trúir því að Liverpool geti reynt að kaupa Marc Guehi (25) í janúar, en enski landsliðsmiðvörðurinn verður samningslaus næsta sumar. (Sky Sports)
Inter og Man Utd eru í viðræðum við umboðsmann Karim Adeyemi (23) sóknarmann Dortmund. Hann er tilbúinn að fara frá þýska félaginu. (Bild)
Ivan Toney (29) framherji Al-Ahli er tilbúinn að taka á sig launalækkun til að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina. Tottenham og Everton hafa áhuga. (Teamtalk)
Nathan Ake (30) er einn af þremur leikmönnum sem Manchester City er að meta framtíðina hjá fyrir janúargluggann. (Mail)
Man Utd reynir áfram við Aurelien Tchouameni (25) þrátt fyrir að spænska félagið hafi hafnað 90 milljóna evra tilboði í franska miðjumanninn. (Fichajes)
Napoli er með fleiri nöfn á lista en Kobbie Mainoo (20) er aðalskotmark ítalska félagsins í janúar. (Gazzettan)
Juventus hefur rætt við Tiago Gabriel (20) varnarmann Lecce en Brentford hefur einnig áhuga. (Tuttosport)
Atletico Madrid hefur fylgst með Marc Cucurella (27) lengi og eru að íhuga að bjóða meira en 40 milljónir evra í vinstri bakvörðinn. (Fichajes)
Besiktas ætlar sér að fá Marc-Andre ter Stegen (33) á láni frá Barcelona með möguleikann á að fá hann alfarið til félagsins. (Sport)
Tottenham ætlar sér að fá inn heimsklassa markvörð í janúar. (Mail)
Crystal Palace hefur rætt við Jean-Philippe Mateta (28) um möguleikann á að framlengja samning franska framherjans sem á eitt og hálft ár eftir af sínum samningi. (Sky Sports)
Filip Jörgensen, markvörður Chelsea, vill skoða möguleikann á að fara frá félaginu í janúar. (Romano)
Manchester City fylgist með Antoine Semenyo hjá Bournemouth og gæti reynt við hann í janúar. (Mail)
Búist er við því að City fari fljótlega í viðræður við Phil Foden um framlengingu á samningi hans. (Mail)
Mo Salah er kennt um slæmt gengi Liverpool og Florian Wirtz á tímabilinu. (Bild)
Bukayo Saka er nálægt því að samþykkja nýjan samning við Arsenal sem mun gilda til 2030. (RMC Sport)
Athugasemdir




