Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
banner
   fös 21. nóvember 2025 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Bjartsýnn á að Upamecano framlengi
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Herbert Hainer, forseti Bayern München í Þýskalandi, segist afar bjartsýnn á að franski miðvörðurinn Dayot Upamecano muni framlengja samning sinn við félagið.

Upamecano verður samningslaus eftir tímabilið og er mikill áhugi á honum frá stærstu klúbbum heimsins.

Hann hefur verið orðaður við Liverpool og Real Madrid undanfarna mánuði, en Hainer segist viss um að franski landsliðsmaðurinn muni gera nýjan samning.

„Ég er bjartsýnn á að samningar náist. Ég heyri að hann sé ótrúlega ánægður hjá Bayern, líður vel í liðinu og sé sáttur með þjálfarann,“ sagði Hainer.

Upamecano er 27 ára gamall og spilað í Þýskalandi frá 2017, en hann kom til Bayern frá Leipzig árið 2021. Áður spilaði hann með Salzburg og Liefering í Austurríki.
Athugasemdir
banner
banner