Man Utd og Liverpool vilja Anderson - Arsenal gæti gert óvænt tilboð í McTominay - Trafford orðaður við Wolves og Newcastle
   fös 21. nóvember 2025 09:20
Elvar Geir Magnússon
Man Utd og Liverpool vilja Anderson - Arsenal gæti gert tilboð í McTominay
Powerade
Elliot Anderson í landsleik með Englandi.
Elliot Anderson í landsleik með Englandi.
Mynd: EPA
Arsenal gæti gert óvænt tilboð í McTominay.
Arsenal gæti gert óvænt tilboð í McTominay.
Mynd: EPA
James Trafford, markvörður hjá Manchester City.
James Trafford, markvörður hjá Manchester City.
Mynd: EPA
Góðan og gleðilegan föstudaginn. Það fagna margir þessa helgina enda er félagsliðaboltinn að fara í gang aftur eftir landsleikjaglugga. Það er Powerade sem færir þér slúðurpakkann.

Manchester United hefur augu á Elliot Anderson (23) sem mögulegan kost í staðinn fyrir brasilíska landsliðsmanninn Casemiro (33) en mætir samkeppni frá Liverpool og Newcastle um þennan miðjumann Nottingham Forest sem er metinn á 100 milljónir punda. (Times)

Arsenal skoðar möguleika á að gera óvænt tilboð í skoska miðjumanninn Scott McTominay (28) en Tottenham, Everton og Manchester United hafa einnig áhuga. (Teamtalk)

Crystal Palace ætlar að endurnýja áhuga sinn á Ousmane Diomande (25), varnarmanni Sporting Lissabon, í janúar. Palace var með Fílabeinsstrendinginn á blaði sem mögulegan kost til að fylla skarð Marc Guehi (25). (A Bola)

Liverpool, Tottenham, Manchester United, Manchester City og Arsenal hafa öll áframhaldandi áhuga á ganverska vængmanninum Antoine Semenyo (25) hjá Bournemouth. (TalkSport)

Sunderland útilokar ekki að gera tilboð í franska miðjumanninn Matteo Guendouzi (26) hjá Lazio í janúar en hann gæti kostað 22-26 milljónir punda. (Northern Echo)

Arsenal er nálægt því að gera nýjan langtímasamning við Bukayo Saka (24) en núgildandi samningur enska vængmannsins er til 2027. (Sky Sports)

Tottenham er í leit að markaskorara og horfir til Samu Aghehowa (21), spænska sóknarmannsins hjá Porto. Chelsea og Manchester United gætu veitt samkeppni um leikmanninn. (Teamtalk)

Chadi Riad (22), varnarmaður Crystal Palace, gæti skoðað það að vera lánaður í janúarglugganum en marokkóski landsliðsmaðurinn hefur tvívegis lent í erfiðum meiðslum og þarf að byggja upp leikæfingu. (Sky Sports)

Úlfarnir vilja fá enska markvörðinn James Trafford (23) frá Manchester City í janúar. (Teamtalk)

Manchester City gæti boðið Trafford til Newcastle til að fá enska bakvörðinn Tino Livramento (23) á móti. (Teamtalk)

Enski sóknarmiðjumaðurinn Harvey Elliot (22) sem er á láni hjá Aston Villa frá Liverpool er á óskalstum félaga í Þýskalandi og Ítalíu. (Football Insider)

Ítalska félagið Inter hefur áhuga á argentínska markverðinum Emiliano Martínez (33) en Aston Villa er tilbúiið að hlusta á tilboð. (Football Insider)

Crystal Palace hefur rætt við sóknarmanninn Jean-Philippe Mateta (28) um nýjan samning en það er vaxandi áhugi á franska sóknarmanninum. (Sky Sports)

Liverpool berst fyrir því að halda enska vængmanninum Joshua Abe (15) en Arsenal og Chelsea eru bæði á eftir táningnum. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner