Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
   fim 20. nóvember 2025 20:31
Brynjar Ingi Erluson
Hefur óbilandi trú á Wirtz - „Gæti unnið Ballon d'Or í framtíðinni“
Mynd: EPA
Tom Werner, stjórnarformaður Liverpool á Englandi, hefur miklar mætur á þýska landsliðsmanninum Florian Wirtz og segir hann líklegan til að hreppa virtustu verðlaun fótboltans.

Liverpool var metnaðarfullt á markaðnum í sumar en það keypti Alexander Isak, Jeremie Frimpong, Milos Kerkez, Giovanni Leoni, Hugo Ekitike og Wirtz.

Wirtz verður annar dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar ef öllum skilyrðum verður mætt, en hann hefur ekki enn skorað eða lagt upp mark í ensku úrvalsdeildinni.

Hann lagði upp tvö mörk gegn Eintracht Frankfurt í Meistaradeildinni, en það er allt og sumt. Margir hafa stigið fram og sagt að hann eigi eftir að blómstra og þurfi aðeins meiri tíma, og er Werner á sömu skoðun.

„Þegar þú færð tækifærið til að kaupa leikmann í þessum gæðaflokki þá verður þú að nýta það. Wirtz er hæfileikabúnt og gætum við vel verið að horfa á framtíðarhafa Ballon d'Or verðlaunanna,“ sagði Werner.

Wirtz gaf tvær stoðsendingar með Þjóðverjum í stórsigri á Slóvakíu í landsleikjaverkefninu og vonast allir hjá Liverpol að hann taki þessa frammistöðu með sér inn í desembertörnina.
Athugasemdir
banner