Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
   fim 20. nóvember 2025 22:48
Brynjar Ingi Erluson
Svavar Örn í HK (Staðfest)
Mynd: HK
Gunnar Heiðar Þorvaldsson, nýr þjálfari HK, hefur sótt hægri bakvörðinn Svavar Örn Þórðarson frá sínum gömlu félögum í Njarðvík. HK-ingar tilkynntu komu Svavars í kvöld.

Svavar Örn, sem er 21 árs gamall, nýtti sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Njarðvík á dögunum.

Hann spilaði frábærlega undir stjórn Gunnars Heiðars hjá Njarðvík og mun halda áfram að spila fyrir Eyjamanninn.

HK tilkynnti komu Svavars í kvöld en hann gerði þriggja ára samning við félagið.

Svavar er uppalinn í Njarðvík og spilaði 16 leiki og skoraði tvö mörk er liðið hafnaði í öðru sæti Lengjudeildarinnar á nýafstaðinni leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner