Baldur Logi Guðlaugsson er genginn í raðir Keflavíkur en hann kemur frá Stjörnunni. Hann skrifar undir tveggja ára samning með möguleika á eins árs framlengingu.
Baldur Logi er 23 ára og á að baki 90 leiki í efstu deild. Hann er uppalinn hjá FH en hefur síðustu þrjú tímabil leikið með Stjörnunni. Hann er miðjumaður en getur leyst margar stður á vellinum.
Keflavík endaði í 5. sæti Lengjudeildarinnar í sumar en fór í umspilið og vann það og verður því í Bestu deildinni á næsta tímabili.
Baldur Logi er 23 ára og á að baki 90 leiki í efstu deild. Hann er uppalinn hjá FH en hefur síðustu þrjú tímabil leikið með Stjörnunni. Hann er miðjumaður en getur leyst margar stður á vellinum.
Keflavík endaði í 5. sæti Lengjudeildarinnar í sumar en fór í umspilið og vann það og verður því í Bestu deildinni á næsta tímabili.
„Hann er fjölhæfur leikmaður sem kemur til með að styrkja hóp okkar fyrir átökin sem bíða í Bestu deildinni. Velkominn í Keflavík Baldur Logi!" segir í tilkynningu Keflavíkur.
Athugasemdir



