Heimild: Fotbollskanalen
Róbert Frosti Þorkelsson, leikmaður GAIS í Svíþjóð, skaut föstum skotum á liðsfélaga sinn Jonas Lindberg sem sagðist ekki vilja mæta íslensku liði í Evrópukeppni á næstu leiktíð.
„Maður getur mætt alls kyns liðum. Það væru nú gaman að fá að mæta einhverju spænsku liði, svo maður lendi ekki á Íslandi eða eitthvað álíka eins og sænsku liðin lenda yfirleitt í," sagði Lindberg í samtali við Fotbollskanalen.
Fótbolti.net fjallaði um viðtalið við Lindberg á dögunum.
„Ég ætla ekki að segja að Ísland sé ekki draumaland aftur. Frosti sýndi mér íslenska grein þar sem það var vitnað í mig. Hann spurði hvort ég hafði eitthvað á móti Íslandi svo núna þarf ég að segja að Ísland sé draumurinn," sagði Lindberg skælbrosandi.
„Allt er skemmtilegt en það er extra skemmtilegt að spila að utan Norðurlandanna."
Athugasemdir





