Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
   fim 20. nóvember 2025 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Pogba loksins að snúa aftur á völlinn
Mynd: Mónakó
Paul Pogba er loksins að snúa aftur á völlinn eftir rúmlega tveggja ára fjarveru. L'Equipe greinir frá.


Pogba var dæmdur í fjögurra ára bann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi en bannið var stytt í 18 mánuði. Eftir að því lauk samdi hann við Mónakó í sumar.

Meiðslavandræði hafa sett strik í reikninginn en hann mun líklega snúa aftur á völlinn þegar Mónakó mætir Rennes í frönsku deildinni. Sebastien Pocognoli, stjóri Mónakó, vildi þó ekki vera of bjartsýnn.

„Það væri frábært ef við gætum fengið hann til að brosa aftur í leik. Hann er með karakter og ég trúi því að hausinn hafi áhrif á ýmislegt," sagði Pocognoli.
Athugasemdir
banner
banner
banner