Breiðablik vann frábæran sigur gegn dönsku meisturunum í Fortuna Hjörring á útivelli í 16-liða úrslitum í Evrópubikarnum í kvöld.
Liðið var 1-0 undir eftir tap á Kópavogsvelli í fyrri leiknum en liðið mætti til Danmerkur og vann 4-2 eftir framlengdan leik. Samantha Smith tryggði liðinu í framlengingu með marki í blálokin og Edith Kristín Kristjánsdóttir tryggði liðinu sigurinn í framlengingunni. Breiðablik mætir sænska liðinu Hacken um miðjan febrúar í 8-liða úrslitum.
Fótbolti.net ræddi við Kristínu Dís Árnadóttur, miðvörð Breiðabliks, eftir leikinn.
Liðið var 1-0 undir eftir tap á Kópavogsvelli í fyrri leiknum en liðið mætti til Danmerkur og vann 4-2 eftir framlengdan leik. Samantha Smith tryggði liðinu í framlengingu með marki í blálokin og Edith Kristín Kristjánsdóttir tryggði liðinu sigurinn í framlengingunni. Breiðablik mætir sænska liðinu Hacken um miðjan febrúar í 8-liða úrslitum.
Fótbolti.net ræddi við Kristínu Dís Árnadóttur, miðvörð Breiðabliks, eftir leikinn.
Lestu um leikinn: Fortuna Hjörring 2 - 4 Breiðablik
Hvernig er tilfinningin að hafa slegið út dönsku meistarana?
„Tilfinningin er frábær að hafa slegið þær út og líka með þessum hætti. Þvílík liðsframmistaða, ég er mjög stolt af liðinu í kvöld."
Hvernig var að spila þennan leik? Hvernig leið þér með leikinn og hvernig hann þróaðist? Var þetta einn af ykkar betri leikjum á tímabilinu? Hver var lykillinn að þessu?
„Leikurinn í heildina mjög finn en við vorum ekki nógu ánægðar með fyrri hálfleikinn. Seinni hálfleikurinn byrjaði ekki vel og fengum strax á okkur mark. Þá var ekkert annað í stöðunni en að skilja allt eftir á vellinum og eftir fyrsta markið okkar fengum við smá trú. Við spiluðum seinni hálfleikinn mjög vel og klárlega einn af bestu leikjunum okkar í sumar, þá sérstaklega hvað varðar karakterinn. Ég held að lykillinn að sigrinum hafi verið bara að halda í þessa trú og skilja allt eftir."
Jöfnunarmark Sammy, hvernig upplifðir þú það?
„Jöfnunarmarkið hjá Sammy sem tryggði framlenginguna var bara geggjað. Extra sætt sérstaklega svona á lokasekúndunum."
Upplifunin á sigurmarkinu, hvernig sástu markið, tilfinningin að sjá boltann í netinu?
„Sigurmarkið geggjað! Svo ánægð og stolt af Edith að hafa tekið þetta móment."
Var stress lokamínúturnar?
„Lokamínúturnar voru vægast sagt stress! Þær lágu svolítið á okkur en mér fannst varnarleikurinn heilt yfir vera mjög góður hjá öllu liðinu og ég elska svona móment í endann þegar allt gengur upp og þetta var þannig í dag."
Hvernig var að heyra lokaflautið og vera komnar áfram? Hvernig var stemningin í klefanum?
„Stemmningin í klefanum var mjög góð en öllum var mjög kalt og allar mjög þreyttar í líkamanum en við tókum gott fagn og fögnum aðeins í kvöld fyrir heimferð á morgun."
Athugasemdir




