Gabríel Snær Gunnarsson er á blaði félaga í Svíþjóð og samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur Elfsborg mikinn áhuga á sóknarmanninum.
Gabríel Snær er fæddur 2008, hann er U19 landsliðsmaður sem kom við sögu í tíu leikjum með ÍA í Bestu deildinni í sumar.
Hann skoraði sitt fyrsta deildarmark í lokaleik tímabilsins, sigurmark gegn Aftureldingu.
Gabríel Snær er fæddur 2008, hann er U19 landsliðsmaður sem kom við sögu í tíu leikjum með ÍA í Bestu deildinni í sumar.
Hann skoraði sitt fyrsta deildarmark í lokaleik tímabilsins, sigurmark gegn Aftureldingu.
Hann spilaði talsvert með 2. flokki ÍA í sumar, varð bikarmeistari með liðinu og skoraði 25 mörk í 20 leikjum með liðinu.
Gabríel Snær er sonur Gunnars Heiðars Þorvaldssonar sem varð markakóngur í sænsku úrvalsdeildinni með Halmstad á sínum tíma og lék einnig með Norrköping og Häcken í Svíþjóð.
Gabríel Snær fór á reynslu til Norrköping fyrir rúmu ári síðan.
Athugasemdir


