Karlalið Breiðabliks mætir norska stórliðinu Lilleström í æfingaleik á Laugardalsvelli klukkan 14:00 á morgun.
Blikar eru í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar og þurfa því að finna verðuga andstæðinga á milli leikja.
Á morgun munu þeir mæta Lilleström sem valtaði yfir norsku B-deildina á tímabilinu með 80 stig, heilum 25 stigum meira en næsta lið.
Lilleström tapaði ekki leik á tímabilinu og hefur í raun ekki tapað síðan það lá gegn Fredrikstad í æfingaleik í mars.
Í næstu viku munu Blikar síðan mæta Loga Tómassyni og félögum í Samsunspor í Sambandsdeildinni, en Blikar eru með eitt stig úr þremur leikjum í keppninni.
Athugasemdir



