Það er nóg um að vera hjá Íslendingum í háskólaboltanum í Bandaríkjunum og og fengu nýverið margir þeirra viðurkenningar fyrir frammistöðu sína á tímabilinu.
Þá hófst NCAA Division I úrslitakeppnin í karlaflokki í dag, þar sem 48 skólar keppast um titilinn.
Þeir íslensku strákar sem eru komnir alla leið í úrslitakeppnina eru:
Úlfur Ágúst Björnsson (FH) og Axel Máni Guðbjörnsson (Fylkir) með Duke. Þengill Orrason (Fram) með Hofstra og þá verða þeir Ólafur Flóki Stephensen (Valur) og Lúkas Magni Magnason einnig í úrslitakeppninni með Clemson.
NCAA Division II úrslitakeppnin fer jafnframt af stað um helgina. Þeir íslensku leikmenn sem eru komnir alla leið í þá úrslitakeppni eru:
Páll Veigar Ingvason (Þór), Guðmundur Thor Ingason og Ingólfur Gauti Ingason (KFG) allir með Hawaii Hilo. Bjarmi Már Eiríksson (Tindastóll) með Wilmington DE, Bjarki Viðar Björnsson (Haukar) með McKendree, Ásgrímur Daníel Víðisson (KV) með Maryville, Ívar Björgvinsson (Víkingur R.) með Rollins og Freyr Jónsson (Dalvík/Reynir) með Florida Tech.
Alexander Clive Vokes, leikmaður Selfoss, og Ívar Orri Gissurarson frá HK, voru lykilmenn í 3–3 jafntefli Albany gegn UMass Lowell þar sem þeir skoruðu öll mörk liðsins.
Alexander skoraði eitt mark og Ívar tvö, og fengu þeir báðir verðlaun fyrir frammistöðu sína yfir tímabilið. Alexander var valinn einn af nýliðum ársins í America East-deildinni og Ívar í lið ársins.
FH-ingarnir Dagur Traustason og Úlfur Ágúst Björnsson gerðu einnig gott mót og voru báðir heiðraðir fyrir frammistöður sínar. Dagur var valinn í nýliðalið ársins, en Úlfur í lið ársins í ACC deildinni.
Viðar Már Ragnarsson frá Njarðvík var valinn í lið ársins í Big South-deildinni á sínu síðasta tímabili með UNC Asheville, og Máni Mar Steinbjörnsson úr Haukum hlaut sömu viðurkenningu í Sunshine State-deildinni eftir sterk frammistaða með Nova Southeastern.
Páll Veigar Ingvason, leikmaður Þórs, lagði upp eitt mark í 3–0 sigri Hawaii Hilo í nágrannaslagnum við Hawaii Pacific. Þá skoraði Bjarki Viðar Björnsson úr Haukum eitt marka McKendree í 3–0 sigri á Drury.
Davíð Ívarsson, leikmaður Álafoss og Tristan Dúi Kjartansson, leikmaður Smára, lögðu báðir upp mark fyrir Thomas í 3–2 tapi gegn SUNY Delhi.
Davíð var jafnframt valinn leikmaður ársins í NEC-deildinni og í úrvalslið deildarinnar, ásamt liðsfélaga sínum Brynjari Bjarka Jóhannssyni sem einnig var valinn í liðið.
NCAA Division I úrslitakeppnin kvenna er hafin og íslensku leikmennirnir sem hafa komist í úrslitin eru:
Ída Marín Hermannsdóttir (FH) með LSU, Katrín Ágústsdóttir (Selfoss) með Texas State og Selma Sól Sigurjónsdóttir (Haukar) með Northwestern.
NCAA Division II úrslitakeppnin hefst einnig um helgina. Íslensku leikmennirnir sem eru komnir alla leið í úrslitin þar eru:
Ólöf Freyja Þorvaldsdóttir (KR) með West Florida og Berglind Þrastardóttir (Haukar) með Embry-Riddle.
Ída Marín Hermannsdóttir hefur verið frábær í síðustu þremur leikjum LSU. En hún skoraði og lagði upp mark í 3–1 sigri á Mississippi State, átti stoðsendingu í 1–1 jafntefli gegn Vanderbilt og skoraði í 4–1 sigri á Houston Christian.
Ólöf Freyja Þorvaldsdóttir lagði upp sigurmarkið í 1–0 sigri á Montevallo í úrslitaleik Gulf South-deildarinnar og tryggði West Florida deildarmeistaratitilinn. Hún var jafnframt valin sóknarmaður ársins og í lið ársins, allt á sínu fyrsta tímabili.




