mán 23. janúar 2023 15:06
Elvar Geir Magnússon
Allt klárt fyrir undirskrift Perrone hjá Man City
Maximo Perrone, tvítugur argentínskur miðjumaður hjá Velez Sarsfield, mun skrifa undir fimm og hálfs árs samning við Englandsmeistara Manchester City þegar þátttöku hans með Argentínu á Suður-ameríska U20 mótinu lýkur.

Manchester City kaupir leikmanninn unga á 8,2 milljónir punda.

Perrone hefur spilað 33 leiki fyrir Velez á tímabilinu, skorað tvö mörk og átt þrjár stoðsendingar.

Perrone er varnarsinnaður miðjumaður sem er hugsaður fyrir framtíðina en hann mun þurfa að bjerast við Rodri og Kalvin Phillips um sæti í liðinu. City hefur hafið viðræður við Ilkay Gundogan um nýjan samning en hann er með tilboð frá Barcelona.


Athugasemdir
banner
banner