Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 23. febrúar 2020 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ancelotti: Strákarnir greinilega ekki að hlusta
Mynd: Getty Images
Carlo Ancelotti var sáttur með sóknarleik sinna manna er Everton tapaði fyrir Arsenal í dag. Hann var þó ekki sáttur með varnarleikinn.

Everton tapaði leiknum 3-2 og er í ellefta sæti úrvalsdeildarinnar, fimm stigum frá Evrópusæti.

„Við vorum góðir með boltann en skelfilegir varnarlega. Við verðum að bæta varnarleikinn, við áttum ekki að fá neitt af þessum mörkum á okkur. Það var alltof auðvelt fyrir Arsenal að skora." sagði Ancelotti.

„Við fengum mikið af færum til að jafna í seinni hálfleik en náðum ekki að skora. Í hálfleik fórum við aftur yfir varnarleikinn en strákarnir hlustuðu greinilega ekki nógu vel því eftir eina mínútu vorum við lentir undir."

Dominic Calvert-Lewin átti góðan leik og skoraði en Ancelotti segir ungstirnið enn geta bætt sig mikið.

„Hann er að gera vel en það er ekki nóg. Ef hann vill verða sóknarmaður í heimsklassa þá þarf hann að skila inn meiri vinnu og bæta einbeitinguna. Hann er að gera vel en hann verður að halda einbeitingu betur."

Andre Gomes er kominn aftur úr meiðslum og fékk hann að spila síðasta hálftímann í dag. Hann leit vel út og var Ancelotti sáttur með hann.

„Við urðum mikið betri eftir að Andre Gomes kom inn á völlinn. Hann hefur verið að æfa vel og mun byrja næsta leik. Við erum á réttri leið en þurfum að bæta einbeitinguna í vörninni."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 28 20 4 4 70 24 +46 64
2 Liverpool 28 19 7 2 65 26 +39 64
3 Man City 28 19 6 3 63 28 +35 63
4 Aston Villa 29 17 5 7 60 42 +18 56
5 Tottenham 28 16 5 7 59 42 +17 53
6 Man Utd 28 15 2 11 39 39 0 47
7 West Ham 29 12 8 9 46 50 -4 44
8 Brighton 28 11 9 8 50 44 +6 42
9 Wolves 28 12 5 11 42 44 -2 41
10 Newcastle 28 12 4 12 59 48 +11 40
11 Chelsea 27 11 6 10 47 45 +2 39
12 Fulham 29 11 5 13 43 44 -1 38
13 Bournemouth 28 9 8 11 41 52 -11 35
14 Crystal Palace 28 7 8 13 33 48 -15 29
15 Brentford 29 7 5 17 41 54 -13 26
16 Everton 28 8 7 13 29 39 -10 25
17 Nott. Forest 29 6 7 16 35 51 -16 25
18 Luton 29 5 7 17 42 60 -18 22
19 Burnley 29 4 5 20 29 63 -34 17
20 Sheffield Utd 28 3 5 20 24 74 -50 14
Athugasemdir
banner
banner