Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fös 23. febrúar 2024 20:55
Ívan Guðjón Baldursson
Arteta: Strákarnir búnir að sanna að þeir geta skorað
Mynd: Getty Images
Margir stuðningsmenn Arsenal vildu sjá félagið kaupa framherja í janúarglugganum en ósk þeirra rættist ekki.

Núverandi leikmenn Arsenal juku hins vegar markaskorunina hjá sér og hefur Arsenal verið að raða inn mörkum frá áramótum. Liðið hefur verið á frábæru flugi í ensku úrvalsdeildinni og er Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, mjög ánægður.

„Strákarnir eru búnir að sanna að þeir geta skorað mörk. Við erum með marga mismunandi leikmenn sem geta skorað. Það mikilvæga er að þeir haldi þessu áfram," sagði Arteta þegar hann var spurður út í hvort það hafi verið rétt ákvörðun hjá félaginu að kaupa ekki framherja í janúar.

„Við erum í mjög góðri stöðu og við þurfum að halda áfram að spila vel. Ef okkur tekst það þá munum við berjast um titilinn í vor. Ég finn fyrir mikilli spennu innan félagsins vegna þess að við finnum að við eigum möguleika á því að vinna deildina. Auk þess erum við í Meistaradeildinni og eigum stórkostlegan leik framundan (gegn Porto)."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner