Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fös 23. febrúar 2024 09:42
Brynjar Ingi Erluson
Reynir að nýta tækifærið í fjarveru James - „Ég kom hingað til að spila“
Mynd: Getty Images
Franski varnarmaðurinn Malo Gusto er staðráðinn í að nýta tækifærið hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea.

Gusto var einn af mörgum leikmönnum sem Chelsea keypti til félagsins á síðasta ári.

Hann var fenginn frá Lyon í Frakklandi en hann er að berjast við fyrirliðann Reece James um hægri bakvarðarstöðuna.

Gusto hefur fengið fullt af tækifærum á tímabilinu vegna meiðsla James, en viðurkennir þó að það sé slæmt fyrir Chelsea að vera án fyrirliðans.

„Ég kom hingað til að spila. Það er ekki gott fyrir liðið að vera án Reece, þar sem hann er fyrirliði og það bara alls ekki gott fyrir alla hjá félaginu,“ sagði Gusto.

„En ég þarf að vera klár og nýtta hvert einasta tækifæri.“

„Ég er tilbúinn að spila hvar sem er og hvern einasta leik og það er það sem ég geri. Ég var ekki að hugsa um hvað gæti gerst heldur bara að nýta tækifærið.“

„Ef ég get spilað þá geri ég það. Ég hef einbeitt mér að fótboltanum og á hverjum degi legg ég hart að mér til að verða betri. Það er það sem ég geri,“
sagði Gusto.

Chelsea mætir Liverpool í úrslitaleik enska deildabikarsins á Wembley á sunnudag, en það má fastlega gera ráð fyrir því að Gusto verði í byrjunarliði Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner
banner