Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 23. mars 2020 19:30
Brynjar Ingi Erluson
Fyrirliði Atalanta: Sé ekki fram á að það verði spilað á næstunni
Alejandro Gomez hefur áhyggjur af ástandinu
Alejandro Gomez hefur áhyggjur af ástandinu
Mynd: Getty Images
Argentínski sóknartengiliðurinn Alejandro Gomez býst ekki við því að það verði spilað á Ítalíu á næstunni vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

Rúmlega 15 þúsund manns hafa dáið vegna veirunnar en ástandið er verst á Ítalíu og heldur áfram að versna.

Öllum íþróttaviðburðum á Ítalíu hefur verið frestað þar í landi sem og í mörgum öðrum löndum í Evrópu en Gomez, sem leikur með Atalanta, gerir ekki ráð fyrir því að spila fótbolta á næstunni.

„Það er mjög erfitt fyrir mig að hugsa um fótbolta á þessu augnabliki. Ég get ekki séð það gerast að það verði spilað á næstunni og ég sé ekki að það finnist lausn á þessu strax," sagði Gomez.

„Ef þeir segja að við munum byrja að spila aftur eftir mánuð þá verður fólk sem er enn sýkt og við munum ferðast með flugvél eða rútu og verðum á hótelum. Það verða kannski færri smitaðir en þessu verður ekki lokið eftir mánuð," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner