Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 23. mars 2020 08:23
Elvar Geir Magnússon
Liverpool og Arsenal fylgjast með frönskum varnarmanni
Powerade
Koulibaly til Man Utd í sumar?
Koulibaly til Man Utd í sumar?
Mynd: Getty Images
Evan N'Dicka.
Evan N'Dicka.
Mynd: Getty Images
Laporte, Skriniar, Koulibaly, Griezmann, Ndicka og fleiri koma við sögu í slúðurpakka dagsins.

Barcelona hefur áhuga á að fá franska varnarmanninn Aymeric Laporte (25) frá Manchester City í sumar. (Mundo Deportivo)

Paris St-Germain, Real Madrid og Manchester City íhuga að gera tilboð í sumar í Milan Skriniar (25), miðvörð Inter. (Calciomercato)

Kalidou Koulibaly (28) er tilbúinn að yfirgefa Napoli í sumar en Manchester United hefur lengi haft áhuga á senegalska miðverðinum. (Mirror)

Barcelona er tilboúið að selja franska framherjann Antoine Griezmann (29) fyrir 100 milljónir evra í sumar, aðeins ári eftir að hafa keypt hann frá Atletico Madrid á 120 milljónir evra. (Sport)

Liverpool og Arsenal voru að fylgjast með franska varnarmanninum Evan N'Dicka (20) hjá Eintrackt Frankfurt áður en tímabilinu var frestað. (Sky Sports)

Arsenal hefur verið að funda með læknateymi félagsins um það hvort leikmenn ættu að snúa aftur til æfinga í vikunni. (Mail)

Barcelona ræðir við launahæstu leikmenn sína um að taka á sig launalækkun þar sem félagið sér ekki fram á að hafa efni að borga þeim í ljósi ástandsins. (Marca)

Gonzalo Higuain (32), sóknarmaður Juventus, braut reglur um sóttkví til að vera með móður sinni í Argentínu en hún berst við krabbamein. (Sun)

Faðir Luka Jovic (22), sóknarmanns Real Madrid, segir að sonur sinn þurfi að sætta sig við refsingu, jafnvel fangelsisvist, ef hann er sekur um að hafa farið úr sóttkví til að heimsækja kærustu sína í Belgrad. (Marca)

Alexander Hleb, fyrrum leikmaður Arsenal og Barcelona, segir að „öllum sé sama" um kórónaveiruna í heimalandi sínu, Hvíta-Rússlandi. Fótboltadeildin í landinu er enn í gangi. (Sun)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner