Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 23. mars 2020 20:30
Brynjar Ingi Erluson
„Öllum sama um veiruna í Hvíta-Rússlandi"
Alexander Hleb segir að fólki sé almennt sama um veiruna í Hvíta-Rússlandi
Alexander Hleb segir að fólki sé almennt sama um veiruna í Hvíta-Rússlandi
Mynd: Getty Images
Alexander Hleb, leikmaður BATE Borisov í Hvíta-Rússlandi, segir að öllum í landinum sé sama um kórónaveiruna sem hefur breiðst víða um heiminn.

Dauðsföll vegna veirunnar eru nú rúmlega 15 þúsund og eru tala þeirra sem hafa smitast komin yfir 370 þúsund.

Flest öllum íþróttaviðburðum víða um Evrópu hefur verið frestað en þó er enn spilaður fótbolti í Hvíta-Rússlandi. Samkvæmt upplýsingum frá WHO þá eru smitin samtals 81 í Hvíta-Rússlandi og ekkert dauðsfall til þessa.

Hleb ræddi um veiruna og áhrif hennar á heiminn en hann segir það þó fínt að fólk geti fylgst með fótboltanum þar í landi. Hleb lék meðal annars með Arsenal og Barcelona þegar hann var upp á sitt besta.

„Allur heimurinn horfir núna á deildina í Hvíta-Rússlandi. Það ættu allir að kveikja á sjónvarpinu og horfa á okkur," sagði Hleb.

„Þegar NHL-deildinni í íshokkí var hætt þá fóru margir leikmenn til Rússlands að spila. Kannski koma Lionel Messi og Cristiano Ronaldo í deildina hérna og halda áfram að spila."

„Þetta er eini staðurinn í Evrópu sem þú getur spilað fótbolta og þá er fólk hérna ánægt. Það var frestað Meistaradeildinni og Evrópudeildinni sem er gott því þeir verða að reyna að stöðva þetta og UEFA gerði rétt en það er eins og öllum sé sama. Það er ótrúlegt. Kannski hættum við að spila eftir eina eða tvær vikur eða kannski er forsetinn að bíða og sjá hvernig þetta þróast hérna,"
sagði hann ennfremur.

Willum Þór Willumsson leikur einnig með BATE Borisov en hann og félagar hans mæta Slavia Mosyr í næsta deildarleik eftir fimm daga.
Athugasemdir
banner
banner