Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   fös 23. apríl 2021 12:46
Arnar Laufdal Arnarsson
Breiðablik í viðræður við Sölva við litla hrifningu Stjörnunnar
Sölvi Snær Guðbjargarson.
Sölvi Snær Guðbjargarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sölvi Snær Guðbjargarson, 19 ára leikmaður Stjörnunnar, er á óskalista Breiðabliks.

Sölvi verður tvítugur í sumar en nú eru innan við sex mánuðir eftir af samningi hans við Garðabæjarfélagið og öðrum félögum því frjálst að ræða við hann varðandi samning fyrir næsta ár.

Breiðablik tilkynnti Stjörnunni á dögunum að þeir ætluðu að ræða við Sölva. Það fór illa í Garðbæinga, liðin áttu að mætast í æfingaleik um helgina en Stjarnan ákvað að aflýsa þeim leik eftir tilkynninguna frá Kópavogi.

Sölvi hefur leikið 17 leiki fyrir yngri landslið Íslands og leikið stórt hlutverk með Stjörnunni síðustu tvö tímabil í efstu deild. Alls hefur hann leikið 42 leiki í efstu deild.

Pepsi Max-deildin hefst eftir viku en opinberað var í dag að Stjörnunni er spáð sjötta sæti.
Athugasemdir
banner