Benjamin Sesko, framherji Man Utd, hefur ekki náð að sanna sig hjá félaginu en Ruben Amorim viðurkennir að gagnrýni hefur haft slæm áhrif á slóvenska framherjann.
Sesko fékk nóg af tækifærum til að skora í 2-2 jafntefli gegn Nottingham Forest í síðustu umferð en mistókst. Hann hefur aðeins skorað þrjú mörk í tíu úrvalsdeildarleikjum.
Gary Neville gagnrýndi framherjann eftir leikinn og sagði meðal annars að hann væri langt á eftir Bryan Mbeumo og Matheus Cunha, hinum nýju leikmönnum liðsins.
Sesko fékk nóg af tækifærum til að skora í 2-2 jafntefli gegn Nottingham Forest í síðustu umferð en mistókst. Hann hefur aðeins skorað þrjú mörk í tíu úrvalsdeildarleikjum.
Gary Neville gagnrýndi framherjann eftir leikinn og sagði meðal annars að hann væri langt á eftir Bryan Mbeumo og Matheus Cunha, hinum nýju leikmönnum liðsins.
„Auðvitað vill enginn heyra svona. Hann hefur verið í smá vandræðum, það er staðreynd," sagði Amorim.
„Þetta er ekkert persónulegt, ég reyni að útskýra það fyrir leikmönnunum, þetta er skoðun og hún getur breyst. Það sem er satt í dag getur verið lýgi eftir þrjár vikur. Mín skilaboð til Sesko: 'Þú venst þessu, þetta er eðlilegt'. Við munum verja hann og hann vill ná árangri svo hann mun ná árangri."
Athugasemdir


