ÍR hefur tilkynnt Guðmund Guðjónsson sem nýjan aðalþjálfara meistaraflokks kvenna félagsins.
Guðmundur tekur við liðinu af Kjartani Stefánssyni og Agli Sigfússyni sem voru látnir fara eftir seinasta tímabil. Hann er að taka við liðinu í annað sinn en hann þjálfaði liðið árin 2016-2018 og fór í umspil á sínu fyrsta ári um laust sæti í efstu deild.
ÍR spilar í 2. deild kvenna eftir að hafa fallið sumarið 2024 úr Lengjudeildinni. Liðið endaði í þriðja seinasta sæti deildarinnar í sumar.
„Stjórn knattspyrnudeildar telur þetta vera metnaðarfulla ráðningu og við getum ekki beðið að hefja undirbúningstímabilið með Guðmundi“ stendur í tilkynningu Breiðhyltinga.
Athugasemdir


