Enzo Fernandez, miðjumaður Chelsea, hefur dregið sig úr landsliðshópnum hjá Argentínu fyrir komandi landsleikjaglugga.
Fernandez hefur verið að spila í gegnum hnémeiðsli undanfarna mánuði og ætlar að hvíla sig næstu daga.
Fernandez hefur verið að spila í gegnum hnémeiðsli undanfarna mánuði og ætlar að hvíla sig næstu daga.
„Ég er ekki klár í slaginn með Argentínu," sagði Fernandez í gær.
„Ég talaði við læknateymið því ég er búinn að vera í vandræðum með hnéð á mér síðustu fjóra mánuði."
„Það hefur bara orðið verra og verra því við höfum spilað marga leiki."
Argentína er nú þegar búið að tryggja sér farseðilinn inn á HM sem fer fram á næsta ári.
Athugasemdir




