Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
   mán 10. nóvember 2025 15:25
Elvar Geir Magnússon
Bakú
Erfiðara verkefni fyrir Ísland þó félagslið skyggi á landslið Asera
Ísland vann 5-0 sigur gegn Aserbaísjan í fyrstu umferð en ætti að fá meiri mótspyrnu á fimmtudaginn.
Ísland vann 5-0 sigur gegn Aserbaísjan í fyrstu umferð en ætti að fá meiri mótspyrnu á fimmtudaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Qarabag hefur verið að gera áhugaverða hluti.
Qarabag hefur verið að gera áhugaverða hluti.
Mynd: EPA
Aykhan Abbasov, landsliðsþjálfari Aserbaísjan.
Aykhan Abbasov, landsliðsþjálfari Aserbaísjan.
Mynd: EPA
„Við þurfum að byrja á leiknum á fimmtudaginn, ná í góð úrslit þar," segir Davíð Snorri Jónasson aðstoðarlandsliðsþjálfari.

Ísland þarf sigur gegn Aserbaísjan í Bakú til að vera öruggt með úrslitaleik gegn Úkraínu í lokaumferðinni í næstu viku, um sæti í umspilinu um sæti á HM.

Ísland vann 5-0 sigur þegar liðin mættust á Laugardalsvelli í fyrstu umferð keppninnar. Margt hefur breyst hjá Aserum síðan þá, þjálfarabreytingar urðu og Aykhan Abbasov var færður upp úr stöðu U21 landsliðsþjálfara og tók við liðinu út undankeppnina. Jákvæðar breytingar hafa orðið á spilamennskunni þó liðið sé bara með eitt stig á botni riðilsins.

„Við eigum von á öðruvísi leik en í fyrri leiknum gegn þeim. Þeir hafa skipt um þjálfara og eru orðnir betri í því sem þeir eru að gera. Það er mikil ástríða í nýja þjálfaranum og það skilar sér heldur betur inn á völlinn. Það sést bara á úrslitunum hjá þeim," segir Davíð.

„Við eigum von á gríðarlega erfiðum leik. Við erum að elta þennan úrslitaleik gegn Úkraínu en hann verður ekki að veruleika nema við klárum okkar. Við undirbúum okkur vel á morgun og á miðvikudaginn og keyrum svo á þetta á fimmtudaginn."

„Þeir hafa verið helvíti flottir eftir tapið í Laugardalnum. Þjálfarinn var að þjálfa U21 landsliðið og tók yngri leikmenn inn, menn sem eru tilbúnir að hlaupa mikið fyrir hann. Hann hefur fundið jafnvægi í liðið og því sem þeir eru að gera."

Ég horfði á þá spila gegn Chelsea
Aserbaísjan hefur verið að koma sér á kortið í Evrópufótboltanum, en þó aðallega vegna árangurs félagsliðsins Qarabag sem hefur verið að ná áhugaverðum úrslitum í Meistaradeild Evrópu. Þar gerði liðið jafntefli gegn Chelsea nýlega.

Það sést á umfjöllun aserska fjölmiðla að kastljósið beinist að mestu leyti á Qarabag. Það er í raun stærra en landslið þjóðarinnar um þessar mundir.

„Ég horfði á þá spila gegn Chelsea í vikunni og þar voru leikmenn sem munu spila á móti okkur. Það er ekki spurning að það er uppgangur í því sem er að gerast hérna," segir Davíð en í umræddum leik voru tveir Aserar í byrjunarliði Qrabag, báðir léku þeir í varnarlínunni. Kvóta á erlenda leikmenn í deildinni í Aserbaísjan var aflétt og heimamenn eru ekki lengur í eins stórum hlutverkum í stærstu félagsliðum lasins.

Í landsliðshóp Asera fyrir leikinn gegn Íslandi eru hinsvegar alls sjö leikmenn úr Qarabag og talað er um að Abbasov þjálfari miði sína hugmyndafræði út frá félaginu, meðal annars því leikmenn eru þá í leikaðferð og umgjörð sem þeir þekkja út og inn. Stærsta félagslið landsins í dag er því fyrirmynd fyrir landsliðið ef svo má segja.
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Landslið karla - HM 2026
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Frakkland 4 3 1 0 9 - 3 +6 10
2.    Úkraína 4 2 1 1 8 - 7 +1 7
3.    Ísland 4 1 1 2 11 - 9 +2 4
4.    Aserbaísjan 4 0 1 3 2 - 11 -9 1
Athugasemdir
banner