Gunnar Heiðar Þorvaldsson var á föstudag kynntur sem nýr þjálfari HK en hann kemur til félagsins eftir tvö og hálft tímabil sem þjálfari Njarðvíkur.
Hann tók tvo með sér í Kórinn úr þjálfarateymi Njarðvíkur, aðstoðarþjálfarann Arnar Smárason og styrktarþjálfarann Sigurð Már Birnisson.
Hann tók tvo með sér í Kórinn úr þjálfarateymi Njarðvíkur, aðstoðarþjálfarann Arnar Smárason og styrktarþjálfarann Sigurð Már Birnisson.
Það er líka möguleiki á því að Gunnar Heiðar taki með sér einhverja leikmenn frá Njarðvík.
Fótbolti.net hefur heyrt slúðrað um þrjá leikmenn sem gætu fylgt þjálfaranum í hans nýja félag.
Sigurjón Már Markússon er 27 ára miðvörður sem var lykilmaður í liði Njarðvíkur og er samningslaus. Dominik Radic er 29 ára framherji sem skoraði tólf mörk í sumar og er sömuleiðis samningslaus. Þá nýtti Svavar Örn Þórðarson (2004) sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Njarðvík á dögunum.
Athugasemdir


