Danny Welbeck er afar mikilvægur leikmaður fyrir Brighton og hann er í miklum metum hjá stjóra liðsins, Fabian Hurzeler.
Hinn 34 ára gamli Welbeck hefur skorað sex mörk í tíu leikjum í ensku úrvalsdeildinni en Hurzeler segir að hann myndi ekki skipta Welbeck út fyrir neinn leikmann í heiminum.
Hinn 34 ára gamli Welbeck hefur skorað sex mörk í tíu leikjum í ensku úrvalsdeildinni en Hurzeler segir að hann myndi ekki skipta Welbeck út fyrir neinn leikmann í heiminum.
Hurzeler var spurður á fréttamannafundi hvort hann myndi skipta Welbeck út fyrir Jean-Philippe Mateta, sóknarmann Crystal Palace, og sagði þá:
„Ég myndi ekki skipta Danny út fyrir neinn leikmann í heiminum. Það er mikið talað um mörkin hans og það er mjög mikilvægt, en ég horfi líka í persónuleikann."
„Hann er mjög mikilvægur fyrir okkur sem leikmaður og sem persóna."
Athugasemdir




