Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
   mán 10. nóvember 2025 14:30
Elvar Geir Magnússon
Bakú
Landsliðið mætt til Bakú - „Smá hnjask“ að hrjá einn leikmann
Bakú skartaði sínu fegursta þegar fréttamaður Fótbolta.net fékk sér göngutúr í dag.
Bakú skartaði sínu fegursta þegar fréttamaður Fótbolta.net fékk sér göngutúr í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þú ert að draga mig í fyrsta skipti út af hótelinu en þetta lítur bara vel út! Skemmtilegt umhverfi og blanda frá ýmsum menningum," segir Davíð Snorri Jónasson aðstoðarlandsliðsþjálfari þegar hann er spurður að því hvernig honum líst á Bakú.

Fótbolti.net hitti Davíð í Aserbaísjan en á fimmtudag taka heimamenn á móti strákunum okkar í íslenska landsliðinu í næstsíðustu umferð undanriðilsins fyrir HM. Ísland þarf sigur í Bakú til að vera öruggt með úrslitaleik gegn Úkraínu í lokaumferðinni í næstu viku, um sæti í umspilinu.

Formleg dagskrá hefst á morgun
Leikmenn íslenska liðsins hafa verið að tínast hver á eftir öðrum til Aserbaísjan sem er við Kákasusfjöllin og á jaðrinum við Asíu. Ferðalögin hafa því verið ansi mismunandi hjá okkar leikmönnum. Formleg dagskrá liðsins hefst ekki fyrr en á morgun.

„Dagskráin í dag er mjög einstaklingsmiðuð. Við þjálfararnir erum að vinna og leikmennirnir eru að tínast inn. Það er líkamsræktarsalur á hótelinu sem menn nýta og einhverjir ætla örugglega að skoða sig um. Formleg dagskrá liðsins hefst ekki fyrr en á morgun," segir Davíð.

Mikael Anderson tæpur
Davíð og Arnar Gunnlaugsson hafa verið að fylgjast spenntir með okkar mönnum keppa með sínum félagsliðum og virðast menn koma í flottu formi undan helginni. Það er þó einn leikmaður sem er að glíma við meiðsli og óvissa með þátttöku hans.

„Menn eru að koma vel út úr helginni og margir áttu góða frammistöðu af okkar leikmönnum. Þetta lítur bara vel út. Það er smá hnjask á Mikael Anderson og við eigum eftir að fá betri svör við því. Annars eru bara allir í toppmálum," segir Davíð og talar um að flestir okkar leikmanna séu á góðri siglingu á sínum ferli.

„Það er mikill stígandi og menn að koma sér vel fyrir, sumir á nýjum stöðum og aðrir að koma sér betur inn. Við erum mjög ánægðir með leikmannahópinn og menn eru að gera þetta vel."

Davíð segir að einbeitingin sé fyrst á leiknum gegn Aserum áður en byrjað verði af krafti á undirbúningi fyrir leikinn gegn Úkraínu. „Við þurfum að byrja á leiknum á fimmtudaginn, ná í góð úrslit þar," segir Davíð en viðtalið kemur inn í heild sinni á eftir.
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Landslið karla - HM 2026
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Frakkland 4 3 1 0 9 - 3 +6 10
2.    Úkraína 4 2 1 1 8 - 7 +1 7
3.    Ísland 4 1 1 2 11 - 9 +2 4
4.    Aserbaísjan 4 0 1 3 2 - 11 -9 1
Athugasemdir
banner
banner