Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
banner
   lau 08. nóvember 2025 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Estevao kvartar yfir kuldanum
Estevao.
Estevao.
Mynd: EPA
Enzo Maresca, stjóri Chelsea, segir að brasilíska undrabarnið Estevao sé enn að venjast lífinu á Englandi.

Estevao gekk í raðir Chelsea síðasta sumar en hann kom þangað eftir að hafa slegið í gegn í Brasilíu þrátt fyrir ungan aldur. Hann er aðeins 18 ára gamall.

Það er mikill munur á lífinu í Brasilíu og á Englandi en kannski sérstaklega veðurfarslega séð.

„Við verðum að gera það besta fyrir Estevao. Hann er enn að aðlagast lífinu á Englandi," sagði Maresca.

„Í síðustu viku var hann að kvarta yfir því að það væri kalt. Í síðustu viku var enn október! Ímyndaðu þér hvernig þetta verður í desember og janúar. Hann verður að aðlagast."
Athugasemdir
banner
banner