Ndiaye, David, Bastoni, Rice, Barcola, Munoz, Eyong og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 09. nóvember 2025 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ónotaðir varamenn í aðdraganda landsleikjanna
Jón Dagur Þorsteinsson.
Jón Dagur Þorsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Þeir Jón Dagur Þorsteinsson og Bjarki Steinn Bjarkason voru báðir ónotaðir varamenn hjá sínum liðum í gær. Þeir eru báðir á leið í mikilvægt landsliðsverkefni.

Jón Dagur kom ekki við sögu þegar Hertha Berlín vann 0-1 útisigur á Kaiserslautern.

Jón Dagur hefur komið við sögu í níu leikjum á tímabilinu en lítið spilað að undanförnu með þýska B-deildarliðinu.

Þá spilaði Bjarki Steinn ekki neitt þegar Venezia vann 3-1 sigur á Sampdoria í ítölsku B-deildinni.

Andri Fannar Baldursson, sem er einnig í landsliðshópnum, var hins vegar á sínum stað með Kasimpasa í tyrknesku úrvalsdeildinni í gær. Hann spilaði allan leikinn í 0-2 tapi gegn Göztepe.
Athugasemdir
banner