Marc Guehi, varnarmaður Crystal Palace, verður líklega ekki með enska landsliðinu í leikjum gegn Serbíu og Albaníu í undankeppni HM.
Hann var ekki með Crystal Palace vegna meiðsla þegar liðið gerði markalaust jafntefli gegn Brighton í gær.
Hann var ekki með Crystal Palace vegna meiðsla þegar liðið gerði markalaust jafntefli gegn Brighton í gær.
„Hann getur ekki einu sinni gengið, hann hefur verið á hækjum síðustu daga. Ég veit ekki hvernig þetta mun þróast næstu daga, eins og er lítur út fyrir að hann geti ekki spilað fyrir enska landsliðið," sagði Oliver Glasner, stjóri Crystal Palace.
Nick Pope og Anthony Gordon, leikmenn Newcastle, eru einnig tæpir fyrir landsleikina. Pope fékk heilahristing í 3-1 tapi gegn Brentford um helgina en Gordon var ekki með vegna meiðsla.
Athugasemdir

