Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
   lau 08. nóvember 2025 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Í níu leikja bann fyrir rasisma í garð Hannibal
Hannibal Mejbri er fyrrum leikmaður Manchester United.
Hannibal Mejbri er fyrrum leikmaður Manchester United.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Milutin Osmajic, sóknarmaður Preston, hefur verið dæmdur í níu leikja bann fyrir rasisma í garð Hannibal Mejbri, miðjumanns Burnley.

Osmajic var sakaður um að vera með kynþáttaníð í garð Hannibal þegar liðin áttust við í Championship-deildinni 15. febrúar og núna hefur hann verið dæmdur.

„Ég ætla ekki að þegja um það sem gerðist í dag. Ég mun alltaf kalla út rasisma hvenær sem ég heyri eða sé það. Það er eina leiðin sem við breytumst sem íþrótt og samfélag. Ég er sterk manneskja en enginn ætti að þurfa að upplifa þessa ógeðslegu misnotkun á vellinum," skrifaði Hannibal þegar málið kom upp.

Burnley og Preston áttust aftur við um mánuði eftir atvikið og þá neituðu leikmenn Burnley að taka í höndina á Osmajic.

Osmajic fær einnig 21 þúsund punda sekt og þarf að fara á námskeið þar sem hann lærir að betrumbæta hegðun sína.

Preston hefur gefið út yfirlýsingu þar sem félagið segist svekkt með niðurstöðuna. Osmajic hafi alltaf haldið fram sakleysi sínu og félagið styðji við bakið á honum.


Athugasemdir
banner
banner