Ndiaye, David, Bastoni, Rice, Barcola, Munoz, Eyong og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 09. nóvember 2025 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Linda Líf: Sif er fyrirmynd mín
Kvenaboltinn
Linda Líf Boama.
Linda Líf Boama.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sif Atladóttir.
Sif Atladóttir.
Mynd: Hrefna Morthens
„Kristianstad hefur alltaf átt stað í hjarta mínu," segir Linda Líf Boama sem gekk á dögunum í raðir sænska félagsins frá Víkingi.

Linda Líf, sem er fædd árið 2001, skoraði átta mörk í 20 leikjum fyrir Víking í Bestu deildinni í sumar.

Nik Chamberlain, sem stýrt hefur Breiðabliki, er að taka við Kristianstad og var eitt af hans fyrstu verkum hjá nýju félagi að fá Lindu í sínar raðir.

„Þegar ég var 15 ára þá fékk ég að skoða aðstæður hjá félaginu. Þetta var mín fyrsta reynsla af atvinnumannaumhverfi og ég fékk líka að hitta hina eitursvölu Sif Atladóttur sem er fyrirmynd mín."

Kristianstad hefur alltaf verið mikið Íslendingafélag en Sif er fyrrum leikmaður liðsins.

„Nik átti stóran þátt í því að móta mig í þann leikmann sem ég er í dag. Það eru forréttindi að fá að vinna aftur með honum. Ég hlakka til að taka næsta skref á mínum ferli, hitta stelpurnar og vera hluti af þessu frábæra félagi," segir Linda sem vann á árum áður með Nik hjá Þrótti.
Athugasemdir
banner