Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
banner
   mán 10. nóvember 2025 19:40
Brynjar Ingi Erluson
Man Utd lengi verið með auga á miðjumanni Stuttgart
Mynd: EPA
Manchester United hefur lengi verið með augastað á Angelo Stiller, miðjumanni Stuttgart í Þýskalandi. Þetta segir Fabrizio Romano á GiveMeSport.

Stiller er einn af sex miðjumönnum sem eru á óskalista Man Utd, en samkvæmt Romano hefur Jason Wilcox, yfirmaður fótboltamála hjá enska félaginu, lengi verið með auga á Stiller.

Wilcox segist hafa fylgst náið með stöðu hans og var leikmaðurinn reglulega orðaður við Man Utd í sumar, en ekkert fast tilboð kom á borðið til Stuttgart.

Stuttgart er tilbúið að láta Stiller af hendi fyrir 44 til 53 milljónir punda, en mun líklega ekki vilja selja hann fyrr en eftir tímabilið.

Man Utd hefur einnig mikinn áhuga á Carlos Baleba, leikmanni Brighton og Adam Wharton hjá Crystal Palace, en Stiller er talinn mun ódýrari kostur.

Baleba og Wharton eru báðir sagðir vera með verðmiða sem nemur um 100 milljónum punda.
Athugasemdir