Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
banner
   lau 08. nóvember 2025 13:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Útilokar ekki brottför frá Atletico - Barcelona og PSG sýna áhuga
Mynd: EPA
Julian Alvarez, framherji Atletico Madrid, er undir smásjá Barcelona og PSG og hann er meðvitaður um sögusagnirnar.

Alvarez gekk til liðs við Atletico frá Man City síðasta sumar en hann hefur skorað 38 mörk og lagt upp tólf í 71 leik fyrir spænska liðið.

Alvarez útilokar ekki að hann muni yfirgefa Atletico næsta sumar.

„Ætla ég að spila fyrir Barcelona eða PSG? Í hreinskilni sagt þá veit ég það ekki. Ég sé hvað fólk er að segja á samfélagsmiðlum. Fólk talar mikið um mig og Barcelona hér á Spáni. Ég er að einbeita mér að Atletico núna og mun skoða mín mál eftir tímabilið," sagði Alvarez.
Athugasemdir
banner