Man City er komið yfir í stórleik úrvalsdeildarinnar gegn Liverpool á Etihad.
Man City fékk vítaspyrnu snemma leiks þegar Giorgi Mamardashvili braut á Jeremy Doku. Erling Haaland steig á punktinn en Mamardashvili gerði sér lítið fyrir og varði frá honum.
Man City fékk vítaspyrnu snemma leiks þegar Giorgi Mamardashvili braut á Jeremy Doku. Erling Haaland steig á punktinn en Mamardashvili gerði sér lítið fyrir og varði frá honum.
Um stundafjórðungi síðar tókst Haaland hins vegar að skora. Hann vann Ibrahima Konate í loftinu og skoraði með skalla eftir fyrirgjöf frá Matheus Nunes.
Endi leikurinn svona mun Man City vera í 2. sæti með 22 stig, fjórum stigum á eftir Arsenal. Liverpool er sem stendur í 6. sæti með 18 stig.
Sjáðu vörslu Mamardashvili hér
Sjáðu markið hér
Athugasemdir



