Stjórn Atalanta hefur misst þolinmæðina fyrir Ivan Juric, stjóra liðsins, en ítalskir fjölmiðlar greina frá því að hann verði rekinn í landsleikjahléinu.
Atalanta er í 13. sæti deildarinnar. Liðið hefur unnið tvo leiki, gert sjö jafntefli og tapað tveimur leikjum. 3-0 tap gegn nýliðum Sassuolo um helgina var kornið sem fyllti mælinn.
Atalanta er í 13. sæti deildarinnar. Liðið hefur unnið tvo leiki, gert sjö jafntefli og tapað tveimur leikjum. 3-0 tap gegn nýliðum Sassuolo um helgina var kornið sem fyllti mælinn.
Juric var ráðinn í sumar eftir að Gian Piero Gasperini sem hætti og tók við Roma.
Raffaele Palladino er talinn líklegasti arftaki Juric en hann stýrði Alberti Guðmundssyni og félögum í Fiorentina á síðustu leiktið en sagði upp störfum í sumar.
Fiorentina hafnaði í 6. sæti undir hans stjórn en liðið er á botni deildarinnar og án sigurs eftir fyrstu ellefu leikina á þessu tímabili.
Athugasemdir

